Bankakerfi Rue de Net

Bankakerfi

Rue De Net

Auðveldar öll þín bankasamskipti.

Flakk fram og til baka úr netbankanum og bókhaldinu eru nú úr sögunni.



Hvað gerir Bankakerfi Rue De Net?

Bankakerfið auðveldar allt ferli sem viðkemur bankaaðgerðum í Business Central.


Þú getur greitt útistandandi reikninga til innlendra sem og erlendra lánardrottna, stemmt af bankareikninga og sent út viðskiptakröfur til viðskiptamanna þinna á einfaldan og fljótlegan hátt.


Flakk fram og til baka úr viðskiptakerfinu og netbanka heyrir nú sögunni til.


Sjálfvirk samskipti

Með Bankakerfinu verða sjálfvirk samskipti á milli banka og Business Central, þannig verður skráning í netbanka næstum óþörf og ekkert flakk á milli kerfa. Kerfið uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og byggir meðal annars á IOBS eða íslenska sambankastaðlinum.

Inngreiðslur

Með Bankakerfinu er óþarfi að handslá inn kröfugreiðslur frá viðskiptamönnum. Kröfugreiðslur eru lesnar inn frá banka og fluttar yfir í inngreiðslubók. Inngreiðslur eru næst bókaðar og við það jafnast þær sjálfkrafa við viðskiptamannaskuld, enginn innsláttur né handvirk jöfnun og minni villuhætta.

Útgreiðslur

Að greiða beint til lánardrottna í gegnum heimabanka getur verið tímafrekt, með Bankakerfinu getur þú með einföldum hætti sótt útistandandi kröfur fyrir ákveðið tímabil eða greitt út frá gjalddögum lánardrottnafærslna. Greiðslur eru síðan sendar til banka og bókaðar í kjölfarið, allt án viðkomu í netbanka.

Afstemming bankareikninga

Beintenging bankareiknings við Business Central auðveldar alla afstemmingu. Bankareikningsfærslur eru lesnar inn í kerfið og endurspeglar því staðan í kerfinu stöðuna í bankanum á hverjum tímapunkti. Svo er keyrð sjálfvirk afstemming í Business Central og bankareiknings í bankanum.

Share by: