Beri

Beri – kemur til bjargar

Villa kemur upp á tölvunni! Hvað gerist næst? Hringt í þjónustuaðila? Fullt af tölvupóstum hingað og þangað?
Hvernig væri að þú gætir minnkað samskiptin við þjónustuaðila þegar þau eru þess eðlis að hægt er að leysa þau innanhúss? Eða einfaldlega komið skipulagi á samskiptin?

Beri sendir tölvupóst með mynd af villunni, lykilupplýsingar um tölvuna og stöðu hennar með tölvupósti. Með tölvupóstinum fara skilaboð frá notanda um hvað hann hafi verið að gera þegar villan kom upp. Einnig lætur Beri notanda vita ef hann er netlaus, sem oft er vandamálið.

Hvernig nota ég Bera?

Þú tekur skjáskot með flýtihnappi og sendir það svo áfram í gegnum einfalt viðmót Bera. Sértu á tölvu með snertiskjá er smellt þrisvar hratt á skjáinn í stað flýtihnappsins. Viðtakandi skilaboða er t.d. yfirmaður tæknimála eða utanaðkomandi þjónustuaðili.

Fyrir hverja er Beri?

Beri nýtist öllum fyrirtækjum sem þurfa á sameiginlegri boðleið skilaboða að halda hvort sem er til yfirmanns eða utanaðkomandi þjónustuaðila. Beri er auðveldur í notkun og uppsetning tekur örfáar mínútur.

Rue de Net býður viðskiptavinum sínum Bera endurgjaldslaust, eina sem þú þarft að gera er að hafa samband.

TENGDAR VÖRUR

Dynamics NAV

Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskiptakerfi fyrir þitt fyrirtæki með góðu notendaviðmóti og sérniðið að þínum þörfum.

Sjá nánar

LS Retail

LS Retail NAV er sveigjanlegt verslunar- og afgreiðslukerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics NAV.

Sjá nánar

Azure skýið

Azure skýjalausn Microsoft er tilvalin fyrir fyrirtæki eða einyrkja sem eru að leita sér að fljótvirkri og notandavænni heildarlausn.

Sjá nánar

Rafrænir reikningar

Með því að nýta sér rafræna reikninga þá er hægt að ná betri tökum á öllu ferlinu, frá útgáfu til greiðslu reiknings.

Sjá nánar