Dynamics NAV

Vörustjóri
Bjarni Þór Bjarnason

NAV er þaulreynd margþætt viðskiptalausn sem hentar fyrir rekstur af öllu stærðum og gerðum. Með Microsoft Dynamics NAV hefur þú miðlægan gagnagrunn sem geymir allar viðskiptaupplýsingar þínar. Þannig er hægt að samtvinna upplýsingar úr bókhaldinu, framleiðslunni, birgðakerfinu, sölu- og markaðsdeildinni. NAV er fullbúin viðskiptalausn og er í notkun hjá meira en 100.000 fyrirtækjum um heim allan. Við staðalbúnað NAV má svo bæta við endalausum sérkerfum eins og t.d. verslunarkerfinu LS Retail, Bankakerfi og Rafrænum reikningum.

Microsoft Dynamics NAV 2018 býður upp á nýjungar og umbætur á eldri kerfum. Möguleiki er á að sérhanna viðmótið í NAV fyrir hvern notanda, einnig getur notandi sjálfur sérhannað sitt viðmót og þar með verður vinnuumhverfið þægilegra og betra. Microsoft býður nú NAV notendum upp á aðgang að sínu viðskiptakerfi í gegnum spjaldtölvur. App er til fyrir Android, Microsoft og Apple spjaldtölvur. Samþætting við Office hefur aldrei verið auðveldari í NAV þar sem stuðningur er við að færa gögn frá NAV út í Office og öfugt.

Til viðbótar við að bjóða Dynamics NAV til kaups, og þá uppsetningar í tölvuumhverfi viðskiptavinar, þá bíður Rue de Net Dynamics NAV til leigu og þá hýsingar í Azure skýjalausn Microsoft, samstarfsaðila Rue de Net.

TENGDAR VÖRUR

Bankakerfi

Helstu aðgerðir í bankakerfinu eru kröfugerð, kröfugreiðslur, framkvæma millifærslur og afstemmingar á reikningum.

Sjá nánar

Samþykktakerfi

Samþykktakerfið gerir notendum kleift að halda utan um alla reikninga sem berast sem og samþykktir og hafnanir.

Sjá nánar

Rafrænir reikningar

Með því að nýta sér rafræna reikninga þá er hægt að ná betri tökum á öllu ferlinu, frá útgáfu til greiðslu reiknings.

Sjá nánar

Viðskiptavinavefur

Viðskiptavinavefur Rue de Net gerir viðskiptavinum þínum kleift að skoða reikningsviðskipti sín við fyrirtæki þitt á netinu.

Sjá nánar