Qlik sense

Vörustjóri
Bjarni Þór Bjarnason

Qlik Sense er viðskiptagreindarkerfi (BI) sem gerir þér kleift að sameina gögn úr mörgum upplýsingakerfum í eina sýn. Með Qlik Sense nærðu að skoða á einfaldan og skiljanlegan hátt allar stjórnendaupplýsingar.

Með því að notast við töflur, gröf og gagnvirka grafíska framsetningu er hægt að ná fram auðskiljanlegri heildarsýn á reksturinn. Með Qlik Sense getur notandinn sjálfur snúið, síað og flokkað þessar upplýsingar þannig að áður ósýnilegar staðreyndir lifna við og verða augsýnilegar. Þannig hjálpar Qlik Sense til við ákvörðunartöku, veitir innsýn í reksturinn og auðveldar umræðu byggða á mælingum og staðreyndum.

Notendaviðmót Qlik Sense er einfalt að tileinka sér og eru notendur fljótir að læra á virkni þess. Notendur geta smellt á það sem þeir sjá á skjánum hvort sem um töflur eða grafíska framsetningu er að ræða og þannig séð hvernig þessi tilteknu gögn tengjast öðrum gögnum.

Ef þú þarft að hafa aðgang að upplýsingum utan skrifstofunnar þá er Qlik Sense aðgengilegt á vefnum ásamt því að styðja algengustu farsímana.

TENGDAR VÖRUR

Dynamics NAV

Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskiptakerfi fyrir þitt fyrirtæki með góðu notendaviðmóti og sérniðið að þínum þörfum.

Sjá nánar

Azure skýið

Azure skýjalausn Microsoft er tilvalin fyrir fyrirtæki eða einyrkja sem eru að leita sér að fljótvirkri og notandavænni heildarlausn.

Sjá nánar

Viðskiptavinavefur

Viðskiptavinavefur Rue de Net gerir viðskiptavinum þínum kleift að skoða reikningsviðskipti sín við fyrirtæki þitt á netinu.

Sjá nánar

LS Retail

LS Retail er traust og sveigjanlegt verslunar- og afgreiðslukerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi.

Sjá nánar