Samþykktakerfi

Samþykktakerfi Rue de Net er sérkerfi fyrir Microsoft Dynamics NAV. Kerfið gerir notendum kleift að halda utan um alla reikninga sem berast, feril þeirra, skráningu, samþykktir og hafnanir. Pappírsreikningar eru skannaðir inn í Dynamics NAV við móttöku og er þá strax gengið frá þeim í endanlega möppu. Skannaðar myndir af reikningunum eru svo aðgengilegar í NAV og eru reikningsupplýsingar skráðar eftir þeim.
Samþykktakerfið gerir notendum kleift að tengja skannaðar myndir við reikninga. Notandi getur bæði búið til reikning út frá skannaðari mynd af reikningi eða tengt mynd við reikning sem er þegar til staðar. Notandi getur einnig skoðað, bætt við og eytt tengdum myndum ákveðins reiknings. Vefviðmót samþykktakerfis Rue de Net býður upp á að skoða, samþykkja og hafna reikningum á vefnum. Notandi getur þá verið staðsettur hvar sem er í heiminum við að samþykkja reikninga.

Helstu eiginleikar

  • Frumrit reikninga týnast ekki.
  • Reikningar eru ekki greiddir án samþykkis uppáskrifanda.
  • Utanumhald reikninga og ferli þeirra.
  • Ýmsar tímasparandi aðgerðir við skráningu.
  • Reikningar eru strax aðgengilegir í NAV.
  • Samþykkt hvar sem er á vefnum.

TENGDAR VÖRUR

Dynamics NAV

Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskiptakerfi fyrir þitt fyrirtæki með góðu notendaviðmóti og sérniðið að þínum þörfum.

Sjá nánar

Azure skýið

Azure skýjalausn Microsoft er tilvalin fyrir fyrirtæki eða einyrkja sem eru að leita sér að fljótvirkri og notandavænni heildarlausn.

Sjá nánar

Bankakerfi

Helstu aðgerðir í Bankakerfinu eru kröfugerð, kröfugreiðslur, framkvæma millifærslur og afstemmingar á reikningum.

Sjá nánar

Rafrænir reikningar

Með því að nýta sér rafræna reikninga þá er hægt að ná betri tökum á öllu ferlinu, frá útgáfu til greiðslu reiknings.

Sjá nánar