Vefverslun

Rue de Net Reykjavík hefur hannað einfalt og viðskiptavænt vefverslunarkerfi sem er öruggt og öflugt í senn. Rue de Net Reykjavík hefur kosið að nota nopCommerce sem grunn að vefverslunarkerfi sínu og með því getur Rue de Net sniðið vefverslun að þínu höfði. Það kerfi hentar vel bæði stórum og smáum fyrirtækjum með miklar kröfur.

Vefverslunartengill Rue de Net tengir Dynamics NAV viðskiptakerfið þitt við vefverslunina þína.

Vefverslunartengillinn samanstendur af viðbótum í Dynamics NAV og vefþjónustum sem gerir þér kleift að samþætta vefverslun og NAV viðskiptakerfið þitt.

Dæmi um virkni í vefverslunartenglinum:

  • Vöruupplýsingar – Lýsingar, myndir, afbrigði, eiginleikar, verð, birgðir og fleira.
  • Vöruflokkar og framleiðendur – Lýsingar, myndir, viðhengi og röðun.
  • Birgðageymslur – Lýsingar og staðsetningar.
  • Körfuútreikningur
  • Pantanir úr vefverslun flæða beint inn í NAV

Með vefverslunartenglinum sýnir vefverslunin þín alltaf réttar birgðartölur. Auk þess verður öll gagna­geymsla, uppsetning og greining auðveldari.

  • Óþarfi að viðhalda upplýsingum í tveimur eða fleiri kerfum.
  • Verð í vefverslun endurspegla alltaf verð í Dynamics NAV.
  • Ávallt réttar birgðatölur.
  • Öll gögn eru geymd í Dynamics NAV – auðvelt að skipta um vefverslun.

 

 

TENGDAR VÖRUR

Dynamics NAV

Microsoft Dynamics NAV er alhliða viðskiptakerfi fyrir þitt fyrirtæki með góðu notendaviðmóti og sérniðið að þínum þörfum.

Sjá nánar

Azure skýið

Azure skýjalausn Microsoft er tilvalin fyrir fyrirtæki eða einyrkja sem eru að leita sér að fljótvirkri og notandavænni heildarlausn.

Sjá nánar

Viðskiptavinavefur

Viðskiptavinavefur Rue de Net gerir viðskiptavinum þínum kleift að skoða reikningsviðskipti sín við fyrirtæki þitt á netinu.

Sjá nánar

Rafrænir reikningar

Með því að nýta sér rafræna reikninga þá er hægt að ná betri tökum á öllu ferlinu, frá útgáfu til greiðslu reiknings.

Sjá nánar