Laus störf

Við stefnum skýjum ofar, viltu vera með?

Sækja um starf

Lykillinn að árangri?

Fólkið okkar!

Við erum Rue de Net hugbúnaðarhús og við sérhæfum okkur í Microsoft Business Central.


Við bjóðum persónulega þjónustu og samanlagt búum við yfir mikilli reynslu við að aðstoða fyrirtæki að taka skrefið frá eldri lausnum og yfir í nútímann.


Við vitum að góð teymi skipta öllu máli í krefjandi verkefnum og að lykillinn að góðum árangri er menningin og stemmningin í vinnunni.


Lykillinn að árangri er fólkið okkar!

Við vitum að gott fólk skapar góðan vinnustað og við trúum því að með því að byggja upp jákvætt og skapandi starfsumhverfi náum við bæði að styðja við fólkið okkar og veita viðskiptavinum okkar betri þjónustu.


Af hverju Rue de Net?

Við erum lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem hvert verkefni er krefjandi en skemmtilegt. Hér leggjum við áherslu á að fólk fái að vaxa í starfi og sækja sér þá fræðslu og reynslu sem styrkir þau – bæði í vinnunni og persónulega. Starfsmannafélagið okkar, Tólfan, sér til þess að við höldum uppi góðu félagslífi með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum.


Langar þig að starfa með okkur?

Við erum alltaf að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum sem vilja taka þátt í að þróa framsæknar lausnir og vörur – bæði fyrir viðskiptavini okkar og samstarfsaðila.