LS Retail - Verslunarkerfi

LS Retail

Verslunarkerfi


Sveigjanlegt kerfi 

Framtíðarsýn

LS Central frá LS Retail er íslenskt hugvit og eitt fremsta hugbúnaðarfyrirtæki í verslunarlausnum í heiminum. LS Central er öflugt og sveigjanlegt verslunar- og afgreiðslukerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Öll gögn sem fara inn í LS Central eru sýnileg strax í rauntíma í Business Central viðskiptakerfinu og öfugt.


Verslunarkerfið er hannað fyrir atvinnugreinar á sviði matvöru, tískuvöru, verslunar, veitingastaða og hótelreksturs. Sveigjanleiki verslunarkerfisins gerir það að verkum að auðvelt er að setja upp nýja afgreiðslustaði og er það bara gert á einum stað, annað gerist sjálfkrafa. Kostir þess að afgreiðslukassar, bakvinnsla og aðalskrifstofa séu öll hluti af sömu hugbúnaðarlausninni eru margir og má sem dæmi nefna að mjög auðvelt er að rekja einstakar færslur á einstaka kassa alla leið upp á aðalskrifstofu.


Öll stjórnun er miðlæg sem þýðir að öllu er stjórnað frá einum stað, t.d. vörum, tilboðum og staðsetningum.

Af hverju að velja

LS central

  • Öflug skýrslugerð
  • Fullkomin heildarlausn 
  • Skemmri afgreiðslutími
  • Algjör yfirsýn yfir reksturinn 
  • Frábært og einfalt notendaviðmót
  • Meðlima- og vildarkerfi fyrir viðskiptavini 
  • Byggt ofan á Dynamics 365 Business Central

Verslunarkerfið í skýinu

  • Sjálfvirkar uppfærslur
  • Skjót viðbrögð við breyttum aðstæðum
  • Minni kostnaður
  • Aukið öryggi fyrir reksturinn
  • Vottun fylgir með kerfinu
  • Einfaldari rekstur
  • Aðgengilegt hvaðan sem er
  • Aukin samvinna
  • Bætt framleiðni með snjöllum lausnum
quotesArtboard 1 copy 2

„Við hjá Pennanum Eymundsson gerum miklar kröfur þegar kemur að viðskipta- og verslunarkerfi fyrir skrifstofu og verslanir okkar. Því höfum við treyst LS Nav fyrir okkar fjölmörgu verslunum í áraraðir og hefur það reynst okkur mjög vel. Þjónustan hjá Rue de Net hefur einnig alltaf verið til fyrirmyndar.“

Róbert Dan Bergmundsson

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Share by: