Tollakerfi
Rue de net
Vilt þú einfalda ferlið fyrir innkaup og tollafgreiðslu? Þú getur haldið utan um allt ferlið í Dynamics 365 Business Central!

Hvað gerir tollakerfið?
Tollakerfi Rue de Net er byggt ofan á Microsoft Dynamics 365 Business Central og auðveldar allt ferli sem viðkemur innkaupum og tollafgreiðslu. Með Tollakerfinu heldur þú utan um allt tollafgreiðsluferlið í Business Central ásamt því að allt innkaupaferli er á einum stað. Kerfið styður EDI samskipti í gegnum Deloitte og Unimaze skeytamiðlara og auðveldar þér að senda tollskýrslur.
Með Tollakerfinu getur þú meðal annars búið til innflutningstollskýrslu fyrir innkaupapantanir, sent tollskýrslu með EDI til tolls og lesið svörin sem koma til baka. Einnig geturðu séð stöðu tollskýrslna í kerfinu í rauntíma og skoðað skuldfærsluheimild. Auk þess geturðu bókað innkaupin og aðflutningsgjöld ásamt því að sjá rétt birgðaverðmæti í kerfinu.

Helstu eiginleikar Tollakerfis?
Business Central
Tollakerfi Rue de Net er byggt ofan á viðskiptakerfinu Business Central.
SAD tollskýrsla
Tollakerfi Rue de Net byggir á SAD tollskýrslu fyrir innflutning samkvæmt nýjustu uppfærslu tollsins.
EDI samskipti
EDI samskipti fara beina leið milli vefþjónustu Deloitte, Business Central og tollsins. Engin þörf er á að reka sérstakan EDI þýðanda.
Sjálfvirk villuathugun
Kerfið býður upp á sjálfvirka villuathugun og hægt er að laga tollskýrslu innan villuathugunar, það fækkar skrefum við lagfæringar.
Log skrá fyrir samskipti
Kerfið inniheldur log skrá fyrir EDI samkipti per tollskýrslu. Hægt er að opna hvert skeyti fyrir sig og skoða innihald þess (villur, athugasemdir og gjöld).
Bókað beint úr tollskýrslu
Tollakerfi Rue de Net býður upp á að bóka móttöku innkaupa beint úr tollskýrslu.
Innkaupareikningur myndaður sjálfkrafa
Við móttöku skuldfærslu aðflutningsgjalda frá tolli er myndaður innkaupareikningur sjálfkrafa með kostnaðarauka vöru.
Afgreiðsla tvö meðhöndluð rafrænt
Tollakerfi Rue de Net býður upp á að meðhöndla afgreiðslu tvö rafrænt svo engin þörf er á pappírsvinnu.
Sjálfvirk bakfærsla aðflutningsgjalda
Bakfærsla aðflutningsgjalda er meðhöndluð með því að kreditfæra tollareikning sjálfkrafa.
„Tollakerfið frá Rue de Net hefur komið skemmtilega á óvart sérstaklega hversu einfalt og notendavænt það hefur reynst, kerfið hugsar fyrir öllum aðgerðum sem nútíma innflutningur þarf á að halda. Rue de Net hefur einnig reynst okkur afskaplega vel í innleiðingu og kennslu á tollakerfinu sem og Business Central viðskiptakerfinu.“