Skýið
Áreiðanleg og örugg hýsing


Hýsing eftir þínum þörfum
Við sníðum hýsingarþjónustu eftir þínum þörfum. Við byggjum á Azure skýjalausn Microsoft sem er tilvalin fyrir allar stærðir fyrirtækja sem eru að leita sér að fljótvirkri og notandavænni heildarlausn sem er auðveld í innleiðingu og viðhaldi. Með skýjauppsetningu Rue de Net sparar þú þér fjárfestingu í vélbúnaði til að keyra viðskiptakerfið þitt og auðvelt er að gera vélbúnaðinn öflugri og bæta við nýjum kerfum. Með því að færa kerfið þitt í skýið minnkar þörfin á bæði starfsfólki og vélbúnaði sem getur sparað mikið til í rekstri.
Skýið færir rekstrinum öryggi, skalanleika og sparnað
Öll vinnsla er gerð á netinu og greiðir þú mánaðarlegt gjald. Þar að auki eru öll gögn afrituð í einni af fullkomnustu afritunarlausn sem í boði er og einfalt er að endurheimta gömul öryggisafrit.