RUE DE NET ER FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í REKSTRI ÁRIÐ 2021

Karólína Ösp Pálsdóttir • 14 October 2021

Rue de Net er Fyrirmyndar fyrirtæki í rekstri árið 2021, fjórða árið í röð!

Viðskiptablaðið í samstarfi við Kelduna gaf út blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í dag og eru aðeins 2,2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng skilyrði til þess að komast á lista Fyrirmyndar fyrirtækja í rekstri 2021. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ýmis skilyrði:

Hægt er að nálgast blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri hér.

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2020 og 2019.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárunum 2020 og 2019.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.
  • Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.