Blog Layout

Bláa Lónið festir kaup á QlikView

Jun 11, 2012

Bláa Lónið hefur fest kaup á skýrslu og greiningartólinu QlikView ásamt QlikView lausn frá Rue de Net Reykjavík. Á næstu vikum verður QlikView innleitt í starfsemi Bláa Lónsins þar sem sérstök áhersla verður lögð á sölu- og vörugreiningu.

Lausnin frá Rue de Net Reykjavík er hönnuð með það í huga að auðvelda fyrirtækjum sem nota Dynamics NAV að sækja upplýsingar og birta í QlikView. Með QlikView er mun auðveldara að skoða samband upplýsinga úr Dynamics NAV og jafnvel tengja þær við gögn utan NAV. Mikil fjárhagsleg hagræðing hlýst af lausninni þar sem hún auðveldar gagnasókn í Dynamics NAV og með QlikView opnast notendum nýr heimur þegar gögnin þeirra verða ljós lifandi með notkun svokallaðri “In Memory” tækni.

QlikView mun strax hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir Bláa Lónið. Hugbúnaðurinn mun færa þeim betri sýn á stjórnendaupplýsingar sínar, eins og sölutölur, birgðastöðu, ásamt greiningu á viðskiptamönnum og vörustjórnun. Þar með mun Bláa Lónið geta búið til auðskiljanlegar og nákvæmar skýrslur úr gögnum sínum sem veitir stjórnendum þess góða heildarsýn og gerir þeim kleift að greina gögn á fljótvirkari hátt.

Bláa Lónið er ein stærsta og þekktasta heilsutengda ferðaþjónusta landsins. Starfsemi fyrirtækisins er fjölbreytt. Fyrir utan hin heimsfrægu jarðsjávarböð sem eru heimsótt af yfir 400.000 gestum frá öllum heimshornum árlega er boðið uppá meðferðir við psoriasis, Bláa Lóns húðvörurnar, Bláa Lóns heilsulindameðferðir ásamt veitinga- og ráðstefnuþjónustu. Bláa Lónið hefur fengið fjölmargar viðurkenningar í gegnum árin og er meðal annars eina heilsulindin sem er á lista National Geographic yfir 25 undur veraldar. Hjá Bláa Lóninu starfa um 200 starfsmenn.

Rue de Net Reykjavík er eini endursöluaðilinn á Íslandi að bæði QlikView og Microsoft Dynamics NAV. Fyrirtækið leggur áherslu á skilvirka og vandaða ráðgjöf og leitast við að þróa hágæða lausnir fyrir sína viðskiptavini. Rue de Net Reykjavík hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga í Dymanics NAV og QlikView.

Share by: