Ferskar Kjötvörur gerir þjónustusamning við Rue de Net
stjori • 22 March 2012

Ferskar Kjötvörur gerðu á dögunum samning við Rue de Net Reykjavík. Mun Rue de Net Reykjavík annast uppsetningu á Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi þeirra ásamt því að sjá um alla þjónustu því tengdu.
Ferskar Kjötvörur er framsækið fyrirtæki með allt að 70 starfsmenn. Ferskar Kjötvörur reka m.a. kjötborðin í Hagkaupsverslunum og víðar. Fjölmargar verslanir, veitingahús og einstaklingar eru fastir viðskiptamenn og fer sá hópur ört stækkandi. Ferskleiki, fagmennska og góð þjónusta er í fyrirrúmi hjá Ferskum Kjötvörum.
The post Ferskar Kjötvörur gerir þjónustusamning við Rue de Net appeared first on Rue de Net.

Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.
