NOVA velur QlikView

stjori • 12 March 2012

Nova hefur fest kaup á viðskiptagreindarkerfinu (BI) QlikView af Rue de Net. Rue de Net er eini endursöluaðili á Íslandi að bæði QlikView og Microsoft Dynamics NAV.

QlikView mun hafa gífurlegan ávinning fyrir Nova þar sem hugbúnaðurinn mun færa þeim betri og auðveldari sýn á stjórnendaupplýsingar, eins og sölutölur, birgðastöðu, viðskiptavini og fleira. QlikView mun auðvelda Nova að búa til auðskiljanlegar og nákvæmar skýrslur úr gögnum sínum sem veitir stjórnendum þess góða heildarsýn og gerir þeim kleift að greina gögn á fljótvirkari hátt.

„Við erum mjög ánægð með QlikView hjá Nova. Á aðeins þremur mánuðum höfum við náð að útbúa lausnir sem gefa okkur mjög gagnlegar upplýsingar um rekstur félagsins. Mismunandi hagsmunaaðilar hafa nú lausnir sem nýtast mjög vel daglega sem og við áætlanir. Við erum enn með miklar væntingar um framhaldið hjá okkur því mikill árangur hefur þegar skilað sér í hús“, segir Gunnar A. Ólafsson yfirmaður upplýsingatækni hjá Nova.

Notendaviðmót QlikView er einfalt að tileinka sér, notendur hafa séð viðlíka viðmót áður og eru fljótir að læra á virkni þess. Notendur geta smellt á það sem þeir sjá á skjánum hvort sem um töflur eða grafíska framsetningu er að ræða, og þannig séð hvernig þessi tilteknu gögn tengjast öðrum gögnum í QlikView. Með þessum hætti einfaldar QlikView til muna að átta sig á göngum og greina samhengi gagna.

Og Gunnar hjá Nova bætir við: „Ég hef í gegnum tíðina ekki verið hrifinn af dýrum greiningarlausnum þar sem kalla þarf til sérfræðinga í marga mánuði til að fá einhverja einfalda útkomu. Það var líklega ein af ástæðunum fyrir því að QlikView heillaði mig, þróun lausna tekur stuttan tíma og lausnirnar mjög öflugar. QlikView hreyfði við mér líkt og þegar ég handlék iPad í fyrsta skipti. VÁ þetta er alveg ný nálgun sem VIRKAR“.

Um Nova

Nova er eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins með yfir 100.000 viðskiptavini. Nova býður hefðbundna farsímaþjónustu með áherslu á netið í símann. Samkvæmt íslensku ánægjuvoginni 2011 eru viðskiptavinir Nova ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu á Íslandi. Nova er jafnframt í efsta sæti yfir öll þau fyrirtæki sem könnunin náði til.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.