Rue de Net setur upp viðskiptavinavef hjá Johan Rönning hf.

stjori • 3. mars 2012

Rue de Net hefur nýverið sett upp viðskiptavinavef með rafrænu aðgengi  fyrir Johan Rönning hf. Viðskiptavinavefurinn gerir reikningshöfum þeirra  kleift að skoða öll reikningsviðskipti ásamt því að sjá hreyfingaryfirlit, afrit af reikningum og stöðu viðskiptaskuldar. Reikningana er hægt að sækja í .pdf formi eða á .xlm formi. Um er að ræða mikla hagræðingu bæði fyrir Johan Rönning hf. og viðskiptamenn þeirra.

Johan Rönning hf hefur starfað í 70 ár og þannig átt þátt í rafvæðingu landsins frá upphafi. Þjónusta og þekking Johan Rönning hf leggur mikla áherslu á heildarþjónustu við viðskiptavininn. Allur tæknibúnaður og rafbúnaður krefst sérþjálfaðs starfsfólks.

Hjá félaginu starfa nú 70 starfsmenn, allir sérmenntaðir á sínu sviði, viðskiptafólk, tæknifræðingar, rafmagnsverkfræðingar og rafvirkjar.

Eftir Berglind Ósk Einarsdóttir 30. desember 2025
Gleðilegt nýtt ár !
Eftir Berglind Ósk Einarsdóttir 11. nóvember 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025