Áramótakveðja 2025-2026

Gleðilegt nýtt ár !
Við þökkum fyrir traust og ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Margt jákvætt hefur gerst hjá Rue de Net á árinu. Við fluttum í nýtt og glæsilegt húsnæði við Hallgerðargötu, héldum innflutningsteiti, fengum verðlaun úr ýmsum áttum, sáum mælingar á ánægju viðskiptavina hækka verulega, ánægja starfsfólks jókst, unnum að fjölbreyttum verkefnum með viðskiptavinum, komum fleirum í skýjið, gáfum út nýjar hugbúnaðarlausnir og margt fleira.
Nú horfum við fram á nýtt ár fullt af tækifærum og spennandi verkefnum og ætlum að byrja árið af krafti !
Eitt af því sem okkur hefur alltaf langað að gera er að bjóða viðskiptavinum meira til okkar og með nýju húsnæði er þetta mögulegt. Við ætlum því að bjóða upp á kennslustofur sem hjálpa ykkur að nýta Business Central og tengd kerfi enn betur. Markmiðið með þessum kennslustofum verður bæði að efla okkar viðskiptavini og tækifæri til þess að kynnast betur. Kennslustofurnar munu koma inn á Power BI, gervigreind, markvissari notkun á Business Central, sjálfvirkni o.fl. Nánari upplýsingar koma á nýju ári.
Vegferðin byrjar með fyrstu kennslustofu um miðjan janúar.
Saman náum við lengra !
Óskum ykkur farsæls komandi árs.
Starfsfólk Rue de Net

