Neyðarkalli svarað hjá Rue de Net

Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
Guðrún Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Rue de Net, tók formlega við Neyðarkallinum frá Caroline Lefort, sem er
bæði starfsmaður fyrirtækisins og sjálfboðaliði í Slysavarnardeildinni í Reykjavík.
Þetta árlega fjáröflunarverkefni gerir björgunarsveitum og slysavarnadeildum kleift að halda úti öflugri starfsemi, kaupa nauðsynlegan búnað og vera viðbúin þegar óvæntar aðstæður koma upp, eins og annar starfsmaður okkar hann Steinar Sigurðsson þekkir vel sem sjálfboðaliði í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.
Það er okkar ánægja og samfélagsleg skylda að styrkja og styðja við bakið á þessu frábæra og óeigingjarna fólki sem styður við okkur öll þegar við þurfum á því að halda.


