Rue de Net aðstoðar við uppsetningu á LS Retail í Bandaríkjunum

stjori • 17 September 2012

Nokkrir af sérfræðingum Rue de Net vinna nú hörðum höndum í stóru  verkefni fyrir Event Network Inc. Um er að ræða verkefni á vegum LS Retail og aðstoðar Rue de Net við hluta af þessu gríðarstóra verkefni. Áætlað er að setja upp á næstu mánuðum LS Retail afgreiðslukerfið og Dynamics NAV í allar verslanir fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Event Network rekur verslanir í tugum safna og garða um öll Bandaríkin. Má þar m.a. nefna Abraham Lincoln-safnið, Harry Potter-safnið, Titanic-safnið, American Museum of Natural History, New York State Museum, dýragarðana í Cleveland, Indianapolis, Fíladelfíu og Phoenix o.m.fl.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.