Rue de Net innleiðir Dynamics NAV 2018 hjá Krónunni

stjori • 4 June 2018

Krónan og Rue de Net hafa undirritað samning um innleiðingu á Dynamics NAV 2018 viðskiptakerfi hjá Krónunni. Dynamics NAV er ahliða viðskiptakerfi með frábæru notendaviðmóti og hefur kerfið sannað sig sem eitt vinsælasta viðskiptakerfið hér á landi, t.d. hjá fyrirtækjum í framleiðslu, heildsölu, smásölu og dreifingu.

Krónan er ein stærsta matvöruverslunarkeðja landsins og eru verslanir hennar í dag 23 talsins, þar af 13 á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Krónunni er ferskleikinn ávallt í fyrirrúmi og býður hún frábært vöruúrval á samkeppnishæfu verði.

Með innleiðingunni teljum við að Krónan geti haldið áfram á sinni braut að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu ásamt mjög góðu vöruúrvali á samkeppnishæfu verði. Kerfið nær yfir allan rekstur Krónunnar sem eykur innsýn í reksturinn og einfaldar daglega vinnslu starfsmanna. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur mun auðveldari og sömuleiðis samþætting þess við aðrar lausnir sem undirbýr Krónuna vel fyrir framtíðaráskoranir á matvörumarkaði.

„Við erum stolt af því að Krónan hafi valið Rue de Net í þetta verkefni og það er óhætt að segja að við hlökkum til samstarfsins. Starfsfólk Krónunnar er mjög opið fyrir því að gera breytingar og mun fyrsti fasi verkefnisins snúa að því að greina núverandi ferla og betrumbæta þá sem gerir þetta sérstaklega spennandi verkefni.“ segir Guðrún Ólafsdóttir, þjónustustjóri Rue de Net.

Rue de Net er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki í viðskiptalausnum fyrir fyrirtæki og býður þrautreyndar viðskiptalausnir, Microsoft Dynamics NAV og LS Nav ásamt sérlausnum. Rue de Net sérhæfir sig í persónulegri þjónustu þar sem þekking og reynsla sérfræðinga Rue de Net tryggir viðskiptavinum áreiðanleg og öguð vinnubrögð ásamt hámarks árangri.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.