Blog Layout

Rue de Net setur upp Mínar síður fyrir Olís

Nov 29, 2013

Á dögunum fóru Mínar síður Olís í loftið á olis.is með aðstoð Rue de Net. Nú geta viðskiptavinir Olís sótt um aðgang að Mínum síðum á heimasíðunni og fengið sent til sín lykilorð í tölvupósti. Þetta mun auðvelda öll samskipti milli fyrirtækisins og viðskiptamanna þess. Nú geta viðskiptavinirnir nálgast á mínum síðum hreyfingayfirlit á viðskiptakorti, reikningsyfirlit,  mánaðarstöðuyfirlit og vörugreiningarskýrslu svo eitthvað sé nefnt. En Rue de Net sá um smíði á vefþjónum sem flytja fyrrgreindar upplýsingar beint úr Dynamics NAV kerfi Olís.

„Við getum ekki sagt annað en að þessi nýja þjónusta hafi farið vel af stað. Nú þegar hafa yfir þúsund viðskiptavinir okkar sótt um aðgang að Mínum síðum Olís og þeim fer fjölgandi. Þetta hefur aukið þjónustustigið hjá okkur enda geta nú viðskiptavinirnir nálgast upplýsingar sem þeir gátu ekki áður hvenær og hvar sem er,“ segir Albert Þór Kristjánsson, vefstjóri hjá Olís.

Olíuverzlun Íslands hf. var stofnað 3. október 1927. Félagið hefur fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku atvinnulífi allt frá stofnun þess. Olíuverzlun Íslands er í dag þekktari undir nafninu Olís en starfsemi félagsins er skipt upp í þrjú meginsvið: Smásölu- og eldsneytissvið, heildsölu- og rekstrarvörusvið og fjármálasvið auk stoðsviða sem eru starfsmannasvið og markaðssvið. Félagið rekur fjölda þjónustustöðva undir vörumerki Olís ásamt sjálfsafgreiðslustöðvum undir vörumerki ÓB – ódýrt bensín.

Share by: