Blog Layout

Rue de Net setur upp viðskiptakerfi og heimabanka í Belgíu

May 10, 2013

Rue de Net og belgíska fyrirtækið RES hafa gert með sér samning um samstarf sem felur í sér innleiðingu á einu samtengdu viðskiptakerfi fyrir RES, byggt á Microsoft Dynamics NAV 2009. Þar að auki mun Rue de Net sjá um hönnun og uppsetningu á nýrri heimasíðu fyrir fyrirtækið þar sem hægt verður að leita að vörum, þjónustu og tilboðum ásamt því að geta verslað í vefverslun svo eitthvað sé nefnt.

Annars býður RES evrópubúum gjaldmiðilinn RES til viðbótar við evruna. Í Belgíu rekur RES net 5.000 kaupmanna, fyrirtækja og einyrkja sem taka við RES-myntinni og nýta sér netið til að ná til nýrra viðskiptavina. Við það að taka við RES-myntinni eins og hverjum öðrum gjaldmiðli ná þessir aðilar samkeppnisforskoti og auka tekjur sínar. Þeir aðilar sem eru í RES-netinu telja að tekjur sínar hafi aukist um 3-5% við það eitt að taka við RES-myntinni.

Yfir 100.000 einstaklingar eru með RES-kort og eiga RES-mynt sem þeir geta nýtt sér til kaupa hjá kaupmönnum og fyrirtækjum í RES-netinu. Þetta gera þeir með útgefnu RES-korti sem auðkennir RES-korthafa í viðskiptum þeirra við alla söluaðila í Belgíu og fjölmarga á Spáni. Fleiri lönd Evrópu munu svo í framhaldinu tengjast hinu miðlæga viðskiptakerfi RES í Belgíu.

Rue de Net mun sjá um að hanna og setja upp heimabanka fyrir þessa 100.000 RES-korthafa sem geta þannig fylgst með stöðu sinni í RES-myntinni.

Þetta er eitt stærsta verkefni sem Rue de Net hefur tekið að sér hingað til og gengur undirbúningur vel. Innleiðing á öllu kerfinu mun svo fara fram sumarið 2013

Share by: