BC TechDays

Andri Þór Jónsson • 18 September 2024

Við hjá Rue de Net létum okkur ekki vanta á BC TechDays 2024, eina stærstu ráðstefnuna fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þau Birta Hlíðkvist, Gunnar Marteinsson og Tómas Kristinn, sóttu ráðstefnuna og kynntust þar nýjungum í Business Central, þar á meðal Copilot spjallmenninu sem er það áhugaverðasta í þróun Business Central um þessar mundir.


BC TechDays bauð upp á fjölbreytta dagskrá með fyrirlestrum, pallborðsumræðum og dæmatímum þar sem mörg brýn efni voru rædd. Má þar nefna þróun gervigreindar, gagnagnótt (e.big data), tölvuský (e.cloud computing) og stafræna umbreytingu.
Auk þess gaf ráðstefnan gott svigrúm fyrir þátttakendur til að byggja upp tengsl við aðra sérfræðinga í alþjóðlega Business Central samfélaginu.


Hér er hægt að sjá stutt kynningarmyndband um BC TechDays þar sem Birta Hlíðkvist, BC forritari Rue de Net, var tekin í stutt viðtal. (viðtalið hennar byrjar á 1:14)


Við hjá Rue de Net erum spennt fyrir því að nýta þessa þekkingu til að efla þjónustu okkar enn frekar til viðskiptavina. 

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.