Spennandi nýjungar í Business Central 25.0

Þóra Rue de net • 19 November 2024

Viltu fækka músarklikkum?

Í BC.25.0 eru komnir margir flýtilykar fyrir íslensku. Með því að ýta á "Alt" á lyklaborðinu birtast flýtileiðir á skjánum, sem gera okkur kleift að fækka klikkunum. Þetta er virkni sem við þekkjum frá t.d. word og excel. 



Nákvæmar leitar niðurstöður


Ný leit í listum er hluti af BC 25.0 og virkar frekar eins og leitarvél. Sem dæmi þá fann eldri leitin engar niðurstöður í leitinni „blár stóll“ en með nýju leitinni gæfi þessi leit t.d. niðurstöðurnar „Stóll, blár“ eða „Svartur og blár stóll“. Nýja leitin verður sett fyrst inn í listum fyrir viðskiptamenn, lánadrottna og vörur en leitin verður útvíkkuð síðar. 



Co-pilot til aðstoðar


Sjálfvirki aðstoðarróbotinn Co-pilot er í stöðugri þróun og í þessari útgáfu er sjónum sérstaklega beint að viðskiptamannabókhaldi og innheimtu.

Aðstoðarróbotinn getur nú komið með hugmyndir að nýjum númeraröðum og uppfært þær sem þegar eru til. 


Það getur verið tímafrekt að safna saman upplýsingum. Því er tilvalið að fá hjálp frá aðstoðarróbotinum. Hann getur safnað saman ýmsum upplýsingum hvort sem það er um viðskiptavin eða stóra pöntun og skilað frá sér því helsta sem beðið var um, með stuttri lýsingu. 


Aðstoðarróbtinn skilur ensku best en talar líka einfalda íslensku



by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.