Gleðilegt nýtt ár !
Þóra Rue de net • 30 December 2024

Áramótavinnsla
Við þökkum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og nýtum tækifærið til að minna á nokkur mikilvæg atriði sem gott er að hafa í huga við áramótavinnsluna í Business Central:
- Stofna þarf nýtt fjárhagstímabil.
- Stilla bókunartímabil í fjárhagsgrunni.
- Stilla VSK bókunartímabil í fjárhagsgrunni ef við á
- Yfirfara númeraraðir
- Loka fjárhagsári
Linkurinn er inn á skjölunargáttina okkar þar sem eru nánari leiðbeiningar.


Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.
