DHL velur Innheimtukerfi frá Rue de Net

stjori • 19 September 2014

Hraðflutningafyrirtækið DHL hefur valið að nota innheimtukerfi frá Rue de Net. Um er að ræða innheimtukerfi í Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn DHL. Með notkun innheimtukerfis einfaldast margir ferlar þar sem sjálfvirk samskipti eiga sér stað við banka beint úr NAV kerfinu. Þetta sparar tíma starfsfólks við að tengjast netbönkum, hlaða niður skrám og flakka almennt á milli kerfa. Innheimtukerfið uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og byggir á IOBS eða íslenska sambankastaðlinum.

DHL er eitt stærsta flutningafyrirtæki heims með rúmlega 285.000 manns starfandi í meira en 220 löndum. DHL býður upp á alhliða millilandaflutningsþjónustu um allan heim, frá hraðsendingum skjala til heilgáma flutninga í sjófrakt. Auk þess býður fyrirtækið upp á ýmsa aðra þjónustuliði sem auðvelda flutningaferli viðskiptavina þess, svo sem tollaumsjón og fleira.

Við hjá Rue de Net óskum þeim til hamingju með þessa nýju viðbót.

Hefur þú áhuga á að fá innheimtukerfi í NAV viðskiptalausnina í þínu fyrirtæki? Hafðu samband við okkur hjá Rue de Net í síma 414-5050 eða sendu póst á ruedenet@ruedenet.is og við fræðum þig betur um þessa ómissandi viðbót við Microsoft Dynamics NAV.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.