Blog Layout

DHL velur Innheimtukerfi frá Rue de Net

Sep 19, 2014

Hraðflutningafyrirtækið DHL hefur valið að nota innheimtukerfi frá Rue de Net. Um er að ræða innheimtukerfi í Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausn DHL. Með notkun innheimtukerfis einfaldast margir ferlar þar sem sjálfvirk samskipti eiga sér stað við banka beint úr NAV kerfinu. Þetta sparar tíma starfsfólks við að tengjast netbönkum, hlaða niður skrám og flakka almennt á milli kerfa. Innheimtukerfið uppfyllir ströngustu öryggisstaðla og byggir á IOBS eða íslenska sambankastaðlinum.

DHL er eitt stærsta flutningafyrirtæki heims með rúmlega 285.000 manns starfandi í meira en 220 löndum. DHL býður upp á alhliða millilandaflutningsþjónustu um allan heim, frá hraðsendingum skjala til heilgáma flutninga í sjófrakt. Auk þess býður fyrirtækið upp á ýmsa aðra þjónustuliði sem auðvelda flutningaferli viðskiptavina þess, svo sem tollaumsjón og fleira.

Við hjá Rue de Net óskum þeim til hamingju með þessa nýju viðbót.

Hefur þú áhuga á að fá innheimtukerfi í NAV viðskiptalausnina í þínu fyrirtæki? Hafðu samband við okkur hjá Rue de Net í síma 414-5050 eða sendu póst á ruedenet@ruedenet.is og við fræðum þig betur um þessa ómissandi viðbót við Microsoft Dynamics NAV.

Share by: