Eimskip velur Rue de Net Reykjavík
stjori • 27 March 2012

Nýverið gerði Eimskip rammasamning við Rue de Net Reykjavík. Samkvæmt samningi þessum mun Rue de Net Reykjavík sjá um að sinna þjónustu tengdu Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi þeirra.
Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Félagið hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu, en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim. Eimskip rekur skrifstofur í 16 löndum utan Íslands og hefur umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki.

Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.
