Rue de Net Reykjavík setur upp InExchange hjá Seltjarnarnesbæ

stjori • 10 April 2012

Rue de Net Reykjavík hefur sett upp InExchange hjá Seltjarnarnesbæ auk samþættingar þess við Microsoft Dynamics NAV ERP kerfið þeirra. Með þessari viðbót getur Seltjarnarnesbær unnið, sent og tekið á móti reikningum með rafrænum hætti. Notast er við NESUBL skjöl sem eru stöðluð skjalasamskipti fyrir Norður Evrópu vottuð af UBL (United Bank Limited). Skjölin bjóða uppá upplýsingar um pantanir og reikninga. Lausnin er mjög sveigjanleg og hægt er, til að mynda, tengja hana bæði við staðlaða eða sérsniðna útgáfu af Microsoft Dynamics NAV reikninga og samþykktarkerfi.

„Lausnin notast við FTP (File Transfer Protocol) til að sækja UBL skjöl viðskiptavinarins úr InExchange gagnageymslu. Skjölin eru svo greind, flokkuð og loks auðkennd af Dynamics NAV. Ef sjálfvirka flokkunin er ekki fullnæg býðst notendanum að flokka gögnin handvirkt. Það er svo vistað bla bla…., segir Guðmundur Þór Pétursson ráðgjafi hjá Rue de Net Reykjavík.

Mörg fyrirtæki hafa tekið upp In Exchange í fyrirtæki sín á síðastliðnum árum. Með því að færa allt reikninghald í rafrænt umhverfi hafa þau sparað sér vinnu, tíma og stórlækkað kostnaðinn. Jafnframt hefur yfirsýn þeirra aukist og rekjanleikinn er meiri um leið og þau eru nútímaleg og umhverfisvæn.

Nánar um InExchange (inexchange.is)

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.