Rue de Net Reykjavík setur upp InExchange hjá Seltjarnarnesbæ

stjori • 10 April 2012

Rue de Net Reykjavík hefur sett upp InExchange hjá Seltjarnarnesbæ auk samþættingar þess við Microsoft Dynamics NAV ERP kerfið þeirra. Með þessari viðbót getur Seltjarnarnesbær unnið, sent og tekið á móti reikningum með rafrænum hætti. Notast er við NESUBL skjöl sem eru stöðluð skjalasamskipti fyrir Norður Evrópu vottuð af UBL (United Bank Limited). Skjölin bjóða uppá upplýsingar um pantanir og reikninga. Lausnin er mjög sveigjanleg og hægt er, til að mynda, tengja hana bæði við staðlaða eða sérsniðna útgáfu af Microsoft Dynamics NAV reikninga og samþykktarkerfi.

„Lausnin notast við FTP (File Transfer Protocol) til að sækja UBL skjöl viðskiptavinarins úr InExchange gagnageymslu. Skjölin eru svo greind, flokkuð og loks auðkennd af Dynamics NAV. Ef sjálfvirka flokkunin er ekki fullnæg býðst notendanum að flokka gögnin handvirkt. Það er svo vistað bla bla…., segir Guðmundur Þór Pétursson ráðgjafi hjá Rue de Net Reykjavík.

Mörg fyrirtæki hafa tekið upp In Exchange í fyrirtæki sín á síðastliðnum árum. Með því að færa allt reikninghald í rafrænt umhverfi hafa þau sparað sér vinnu, tíma og stórlækkað kostnaðinn. Jafnframt hefur yfirsýn þeirra aukist og rekjanleikinn er meiri um leið og þau eru nútímaleg og umhverfisvæn.

Nánar um InExchange (inexchange.is)

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.