Blog Layout

Þula og Rue de Net gera samning

Apr 13, 2012

Rue de Net og Þula ( www.thula.is ) hafa gert með sér samstarfssamning er varðar þjónustu, viðhald og þróun á hugbúnaðlausn sem kölluð er Delta og notuð er af Sykehusapotekene í Noregi ( www.sykehusapotekene.no ).

Delta ( thula.is/projects.php ) er kerfi sem sér um að koma lyfjapöntunum og sendingum milli sjúkrahússapóteka og sjúkradeilda spítala. Starfsmenn Þulu þróuðu kerfið sem sér um lyfin í sjúkrahúsapótekinu en Rue de Net þróaði birgðakerfi þess í Microsoft Dynamics NAV og tengingu þess við Delta. Tengingin við Delta er byggð sem vefþjónustur og nýtir sér samþættingatólið NETConductor, sem er ein af aðal vörum Rue de Net.

Sykehusapotekene er norskt sjúkrahúsapótek sem eru í eigu heilbrigðisyfirvalda Noregs. Samanstendur fyrirtækið af 15 sjúkrahúsapótekum með um 550 starfsmenn innan borðs. Ársvelta þess árið 2010 voru 2 milljarðar norskra króna.

The post Þula og Rue de Net gera samning appeared first on Rue de Net.

Share by: