Blog Layout

Elding velur Microsoft Dynamics NAV & LS Retail í skýinu með Rue de Net!

Mar 31, 2015

Nýverið var undirritaður samningur á milli Eldingar hvalaskoðunar og Rue de Net Reykjavík. Elding hefur ákveðið að innleiða nýtt viðskipta- og verslunarkerfi og hefur Microsoft Dynamics NAV og LS Retail hjá Rue de Net í skýinu verið fyrir valinu, einnig velur Elding að nota Azure og Office 365 fyrir tölvukerfi sitt. 

Microsoft Dynamics NAV og LS Retail eru öflug viðskipta- og verslunarkerfi sem hentar stórum sem smáum fyrirtækjum í margs konar rekstri. Viðmótið er einfalt, aðgengilegt og sérsniðið. Hugbúnaðurinn er hýstur í Microsoft Azure skýinu sem færir rekstrinum öryggi, skalanleika og sparnað og samþættingu auk margs konar tengimöguleika við aðrar lausnir og þjónustur t.d. Office 365. Öll vinnsla er beint á netinu, sjálfvirkar uppfærslur og geymsla á gögnum. Þú getur prófað Microsoft Dynamics NAV 2015 ókeypis hér!

Elding býður hvalaskoðun og ævintýraferðir á sjó allan ársins hring og er fyrsta hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík. Elding er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2000 og hefur fyrirtækið vaxið ár frá ári. Þjónusta og vörur þess hafa þróast mikið á þessum 15 árum er fyrirtækið hefur starfað  og er hvalaskoðun orðin ein helsta afþreying þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland. Elding er einnig fyrsta og eina umhverfisvæna vottaða hvalaskoðun landsins.

Við bjóðum Eldingu velkomin í hópinn!

Share by: