Blog Layout

Rue de Net styrkir Útmeða – hlauparana

Jun 26, 2015

Geðhjálp og Rauði krossinn í samstarfi við 12 manna hlaupahóp hafa stofnað átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi undir yfirskriftinni Útmeða. Við erum mjög stolt að segja frá því að Guðrún Ólafsdóttir ráðgjafi Rue de Net er einn þessara 12 hlaupara. Rue de Net hefur að sjálfsögðu ákveðið að styrkja Útmeða – hlauparana og hljóðar styrkurinn upp á 100.000 kr.

Með hlaupinu vill hópurinn vekja athygli á hárri sjálfsvígstíðni ungra karla og safna  fé  til að kosta forvarnarmyndband og herferð til að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma aldurshópi. Sjálfsvíg hafa tekið við af bílslysum sem algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla á allra síðustu árum.

Hlaupahópurinn hleypur hringinn í kringum landið eftir þjóðvegi 1. Markmið hópsins er að hlaupa vegalengdina á innan við fimm sólarhringum, sem aldrei hefur verið gert. Hlaupið er mjög krefjandi því hver hlaupari þarf að meðaltali að hlaupa á 12 km hraða tæplega 30 km leið á hverjum einasta degi.

Hlaupið hefst þann 30. júní og lýkur með grillveislu í Reykjavík þann 5. júlí þar sem öllum er boðið til að taka á móti hlaupurunum.

Heimsækja síðu Útmeða hópsins hér!

Rue de Net óskar Guðrúnu og hópnum góðs gengis og hvetur alla til að leggja þessu málefni lið og styrkja hlauparana!

Share by: