Rue de Net styrkir Útmeða – hlauparana

stjori • 26 June 2015

Geðhjálp og Rauði krossinn í samstarfi við 12 manna hlaupahóp hafa stofnað átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfsvígum ungra karla á Íslandi undir yfirskriftinni Útmeða. Við erum mjög stolt að segja frá því að Guðrún Ólafsdóttir ráðgjafi Rue de Net er einn þessara 12 hlaupara. Rue de Net hefur að sjálfsögðu ákveðið að styrkja Útmeða – hlauparana og hljóðar styrkurinn upp á 100.000 kr.

Með hlaupinu vill hópurinn vekja athygli á hárri sjálfsvígstíðni ungra karla og safna  fé  til að kosta forvarnarmyndband og herferð til að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma aldurshópi. Sjálfsvíg hafa tekið við af bílslysum sem algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla á allra síðustu árum.

Hlaupahópurinn hleypur hringinn í kringum landið eftir þjóðvegi 1. Markmið hópsins er að hlaupa vegalengdina á innan við fimm sólarhringum, sem aldrei hefur verið gert. Hlaupið er mjög krefjandi því hver hlaupari þarf að meðaltali að hlaupa á 12 km hraða tæplega 30 km leið á hverjum einasta degi.

Hlaupið hefst þann 30. júní og lýkur með grillveislu í Reykjavík þann 5. júlí þar sem öllum er boðið til að taka á móti hlaupurunum.

Heimsækja síðu Útmeða hópsins hér!

Rue de Net óskar Guðrúnu og hópnum góðs gengis og hvetur alla til að leggja þessu málefni lið og styrkja hlauparana!

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.