Alltaf bætist í hópinn hjá Rue de Net

stjori • 31 July 2015

Í byrjun sumars hófu tveir starfsmenn vinnu hjá Rue de Net, einn fastráðinn og einn sumarstarfsmaður. Þeir eru Karl Valdimar og Þórður Páll.

Karl Valdimar  er með B.Sc. gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist núna í vor með meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði við sama skóla. Karl Valdimar hefur unnið á sumrin hjá Rue de Net og er því öllu vanur, hann hefur nú fullt starf hjá okkur. Þórður Páll  er sumarstarfsmaður Rue de Net, hann stundar B.Sc. nám við Háskóla Ísland í stærðfræði og hugbúnaðarverkfræði, hann mun útskrifast næsta vor.

Rue de Net býður þá hjartanlega velkomin til starfa.

]]>

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.