Farmasía velur NAV & LS Retail í skýinu með Rue de Net!

stjori • 24 September 2015

Farmasía er nýtt og ferskt apótek sem hefur valið skýið hjá Rue de Net. Farmasía slæst þannig í för með ánægðum viðskiptavinum Rue de Net sem velur Microsoft Dynamics NAV & LS Retail fyrir viðskipta- og verslunarkerfi í skýinu.

Farmasía er nýtt sjálfstætt apótek staðsett í Suðveri í Reykjavík og opnaði dyr sínar nú á dögunum með pompi og prakt. Farmasía býður upp á almenna lyfjafræðilega þjónustu og er með gott vöruúrval af vítamínum, snyrti- og hjúkrunarvörum. Hægt er að kynna sér Farmasíu betur HÉR á facebook-síðu apóteksins.

Við óskum Farmasíu hjartanlega til hamingju með opnunina og hvetjum alla til að kíkja við og nýta sér frábær opnunartilboð Farmasíu sem gilda út september.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.