Er Business Central í skýinu fyrir þig?

Karólína Ösp Pálsdóttir • 6 April 2020

Vantar þig nýtt viðskiptakerfi, eða þarftu kannski bara að uppfæra? Er mikilvægt fyrir þig að geta unnið hvaðanæva úr heiminum?

Microsoft Dynamics 365 Business Central er fullt nafn á viðskiptakerfinu Business Central sem áður var þekkt sem Dynamics NAV.

Nú getur þú fengið mánaðarlega áskrift að Business Central í skýinu sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Viðskiptakerfið þitt er þá í öruggri hýsingu í kerfisveitu Microsoft og aðgengilegt á öllum helsta tækjabúnaði, óháð stýrikerfi. Notendafjöldi er breytilegur eftir þínum þörfum og einnig eru sjálfvirkar uppfærslur frá Microsoft innifaldar í mánaðargjaldi.

Helstu kostir Business Central í skýinu eru

  • Örugg hýsing
  • Aukið aðgengi
  • Sveigjanleiki í notendafjölda
  • Sjálfvirkar uppfærslur

Sérkerfi Rue de Net í Business Central í skýinu

Nú býðst viðskiptavinum okkar einnig sérkerfi Rue de Net í Business Central í skýinu, þar á meðal Bankakerfi , Samþykktakerfi og Rafræna reikninga . Þegar viðskiptakerfi er valið er mikilvægt að skoða hvaða uppsetning hentar þínu fyrirtæki. Sérkerfi Rue de Net eru notendavæn, sérsniðin að íslensku rekstrarumhverfi og hönnuð til þess að hjálpa þér að ná enn betri árangri með viðskiptakerfinu þínu.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.