Rue de Net er Silver Partner hjá nopCommerce

Karólína Ösp Pálsdóttir • 18 March 2020

Við erum stolt að segja frá því að við hjá Rue de Net erum nú orðin Silver Partner hjá nopCommerce !

Vefverslunin okkar byggir í grunninn á nopCommerce og hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár. Vefverslunin hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum með miklar kröfur og auðvelt er að sníða hana að þörfum hvers og eins. Vefverslunartengillinn er nýttur í allar tengingar frá Dynamics NAV og Dynamics 365 Business Central, sem gerir okkur kleift að sýna alltaf réttar birgðatölur auk þess að auðvelda alla gagnageymslu, uppsetningu og greiningu. Pantanir úr vefverslun flæða beint inn í NAV og Business Central og verð í vefverslun endurspegla ávallt verð í viðskiptakerfinu.

Ef þú hefur áhuga á kynna þér vefverslun Rue de Net betur, ekki hika við að senda okkur línu og við verðum í sambandi.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.