VIÐ ERUM FLUTT Á 7.HÆÐ

Karólína Ösp Pálsdóttir • 17 February 2020

Rue de Net hefur nú flutt skrifstofu sína á Suðurlandsbraut 4 af 8.hæð niður á 7.hæð og hefur glæsilega skrifstofurýmið okkar nú tvöfaldast!

Síðustu vikur hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum að sníða húsnæðið eftir þörfum Rue de Net og hefur það fengið meiriháttar endurnýjun. Meðal annars er búið að bæta við töluvert fleiri fundarherbergjum og verkefnaherbergjum. Húsnæðinu fylgja einnig nokkur merkt bílastæði við hlið hússins í Hallarmúlanum.

Flutningar gengu vel og tók starfsfólk sig til og flutti innanstokksmuni á milli hæða nú á laugardaginn og að lokum var skálað fyrir komandi tímum.

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á 7. hæð á Suðurlandsbraut 4!

The post VIÐ ERUM FLUTT Á 7.HÆÐ appeared first on Rue de Net.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.