Nýir starfsmenn bætast í hópinn

Karólína Ösp Pálsdóttir • 10 January 2020

Rue de Net byrjar árið af krafti og býður 4 nýja starfsmenn velkomna til starfa.

Lengst til vinstri er hann Logi Jóhannesson en hann er nýr ráðgjafi í flutningakerfum hjá okkur. Logi vann áður hjá Icetransport og hefur mikla reynslu úr flutningageiranum. Við hlið hans eru þeir Steinar Þorláksson, Vilhjálmur Kári Jensson og Bjartur Guðmundsson sem voru allir að hefja störf sem forritarar. Steinar útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í júní síðastliðnum og Vilhjálmur með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Bjartur útskrifaðist líka sem tölvunarfræðingur í júní síðastliðnum frá Háskóla Íslands en hann er einnig með BS gráðu í sálfræði.

Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í Rue de Net hópinn!

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.