Ert þú framúrskarandi forritari?

stjori • 8 October 2018

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að framúrskarandi og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur við forritun fyrir einhver mest spennandi fyrirtæki á Íslandi.

Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað og í framlínu tæknibreytinga þá erum við að leita að þér. Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum.

Verkefni

  • Forritun í viðskiptakerfum Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður kallað Dynamics NAV)
  • Forritun í verslunarkerfum LS Retail, eins og LS Nav
  • Forritun vefverslanakerfa í Microsoft .NET (C#)
  • Forritun skýjalausna fyrir Microsoft Azure

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
  • Þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði
  • Samskiptahæfileikar og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð

Torfi Markússon ( torfi@intellecta.is ) og Thelma Kristín Kvaran ( thelma@intellecta.is ) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 15. október. Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á Intellecta. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.