Blog Layout

ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR?

Oct 30, 2019

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur. Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað og í framlínu tæknibreytinga þá erum við að leita að þér.
Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum.

Forritari í þjónustu

STARFSSVIÐ

  • Forritun í viðskiptakerfum Microsoft Dynamics 365 Business Central / Dynamics NAV
  • Forritun vefverslanakerfa í Microsoft .NET (C#)
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
  • Forritunarreynsla og þekking á Microsoft hugbúnaði
  • Samskiptahæfileikar og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að setja sig inn í ný kerfi

Smelltu hér til að sækja um starf Forritara í þjónustu!

Forritari í vöruþróun

STARFSSVIÐ

  • Forritun í viðskiptakerfum Microsoft Dynamics 365 Business Central / Dynamics NAV
  • Forritun skýjalausna fyrir Microsoft Azure
  • Þátttaka í að þróa og móta vörur Rue de Net

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
  • Forritunarreynsla og þekking á Microsoft hugbúnaði
  • Þekking og reynsla af útgáfustýringu er kostur
  • Samskiptahæfileikar og góð þjónustulund
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Hæfni til að setja sig inn í ný kerfi

Smelltu hér til að sækja um starf Forritara í vöruþróun!

Ráðgjafi í flutningakerfum

STARFSSVIÐ

  • Ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina í flutningakerfum
  • Ráðgjöf og þjónusta í viðskiptalausnum Rue de Net
  • Kennsla og kynningar fyrir viðskiptavini

HÆFNISKRÖFUR

  • Reynsla úr flutningageiranum er skilyrði (t.d. farmskrárgerð og tollafgreiðsla)
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði er kostur
  • Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi
  • Frumkvæði, þjónustulipurð og öguð vinnubrögð

Smelltu hér til að sækja um starf Ráðgjafa í flutningakerfum!

Hugbúnaðarprófari

STARFSSVIÐ

  • Taka þátt í vöruþróun á öllum stigum
  • Gefa forriturum uppbyggjandi endurgjöf á lausnir
  • Skilgreina og framkvæma notenda-, virknis og uppsetningarpróf
  • Skrifa og keyra sjálfvirkar prófanir
  • Skjölun prófana
  • Fylgja eftir gæðastöðlum og gæðamarkmiðum

HÆFNISKRÖFUR

Athuga ber að þetta er mjög tæknilegt hlutverk og ætti því viðkomandi að uppfylla eitthvað af eftirfarandi:

  • Vottun í ISTQB Foundation Level Certified Tester
  • Menntun í tölvunar-, hugbúnaðar-, eða verkfræði

Og/eða hafa reynslu af:

  • Eftirfylgni með gæðastöðlum og gæðamarkmiðum
  • Notendadrifnum prófunum
  • Sjálfvirkum prófunum
  • Prófunum í einhverju af eftirtöldu:
    • Microsoft Dynamics 365 Business Central
    • Microsoft Dynamics NAV
    • Microsoft C#
    • Microsoft SQL
    • Python
    • Powershell

Smelltu hér til að sæka um starf Hugbúnaðarprófara!

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon ( torfi@intellecta.is ) og Thelma Kristín Kvaran ( thelma@intellecta.is ) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225.

Umsóknarfrestur er til og með 11.nóvember. Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á  Intellecta. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

The post ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? appeared first on Rue de Net.

Share by: