Himinlifandi starfsmenn í nýju húsnæði!

stjori • 29 March 2017

Það er óhætt að segja að Rue de Net hafi fært sig nær himni, því síðasta mánudagsmorgun opnaði skrifstofa fyrirtækisins í nýju glæsilegu húsnæði að Suðurlandsbraut 4 á 8. hæð.

Flutningarnar gengu eins og í sögu og þrátt fyrir að flutningaþjónusta hafi séð um burðinn á flestum innanstokksmunum reyndi á ýmsa hæfileika forritara Rue de Net. Menn og konur lögðust á eitt við að pakka, merkja, sendast og skrúfa. Við erum heppin að forriturum okkar er margt til lista lagt.

8. hæðin að Suðurlandsbraut 4 hefur fengið algjöra endurnýjun – allt er glænýtt og glansandi. Staðsetningin býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík og á vorkvöldum má eflaust sjá svífa yfir Esjunni sólroðið ský.

Það er ekki hægt að segja annað en að við séum í skýjunum yfir nýja húsnæðinu!

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.