Starfsmenn Rue de Net ljúka vottun hjá LS Retail

stjori • 17 March 2017

Fjórir starfsmenn Rue de Net luku nýverið fimm daga námsskeiði og vottun hjá LS Retail. Þessi vottun heitir Retail Base Training og er ætluð þeim sem þjónusta, setja upp eða þróa í LS Retail.

Á námsskeiðinu setti hver og einn upp sína verslun með nokkrum afgreiðslukössum, stillti upp vörum og öllu öðru sem er nauðsynlegt fyrir einfalda verslun. Námsskeiðið lauk síðan með prófi sem að allir þátttakendur frá Rue de Net stóðust með glæsibrag.

Þetta námsskeið er fyrsta af nokkrum sem að LS Retail ætlar að bjóða upp á á næstu misserum og hlökkum við til að mæta á fleiri, enda sjáum við fram á að mikið verði að gera í uppsetningu og þjónustu á verslunarkerfum á næstunni.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.