Rue de Net teymið stækkar og styrkist!

stjori • 4 July 2016

Nú í júní hófu fjórir starfsmenn störf hjá Rue de Net. Það eru þau Ásgeir Daði Þórisson, Bjartur Hjaltason, Gunnar Marteinsson og Hafrún Sigurðardóttir. Ásgeir, Gunnar og Hafrún voru öll að útskrifast með B.Sc. í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og Bjartur með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.
Einnig í júní hófu fjórir sumarstarfsmenn störf hjá Rue de Net. Það eru þau Ástrós Einarsdóttir, Darri Steinn Konráðsson, Svava Hildur Bjarnadóttir og Þórunn Arna Ómarsdóttir. Ástrós var að klára annað ár sitt í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, Darri er á þriðja ári í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og Svava og Þórunn voru að klára sitt annað ár í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
Síðast en ekki síst þá hóf Sigrún Eðvaldsdóttir einnig störf hjá Rue de Net í júní, Sigrún mun sinna starfi skrifstofustjóra í fjarveru Karólínu á meðan hún er í fæðingarorlofi. Sigrún er með B.A. í hagfræði og M.S. í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.