Rue de Net er Gold Partner hjá LS Retail

stjori • 4 May 2016

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Rue de Net hefur verið útnefnt Gold Partner hjá LS Retail fyrir árið 2016. LS Retail Gold meðlimir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í sölu og þjónustu á lausnum LS Retail.

LS Retail er leiðandi í alhliða verslunar- og afgreiðslulausnum sem byggðar eru á Microsoft Dynamics NAV og henta lausnir LS Retail sérstaklega vel fyrir smásölu og veitingahúsarekstur. LS Retail er með yfir 220 samstarfsaðila um allan heim og hafa kerfi þeirra verið sett upp í yfir 120 löndum, í meira en 3.700 búðum og 55.000 verslunarkössum.

„Við erum mjög stolt af þessari viðurkenningu“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net. „Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu við bæði nýja og eldri viðskiptavini, því er þetta mikil viðurkenning fyrir allt okkar starfsfólk og gefur okkur kraft til að gera enn betur í framtíðinni“.

Rue de Net er ráðgjafafyrirtæki í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum. Hjá fyrirtækinu starfar samstíga hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af rekstri viðskiptakerfa, innleiðingu og samþættingu viðskiptalausna.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.