Lífland komið í NAV2015

Lífland er alhliða þjónustufyrirtæki sem býður upp á þjónustu í landbúnaði. Sérstaklega fyrir jarðrækt og dýrarækt en einnig fyrir hestaíþróttir, dýrahald, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Lífland hefur nú uppfært viðskipta- og verslunarkerfi sitt í Dynamics NAV 2015 og LS Retail NAV 2015. Einnig hefur Lífland innleitt ýmsar sérlausnir frá Rue de Net eins og til dæmis samþykktakerfi, innheimtukerfi og vöruhúsakerfi.
Með því að uppfæra í Microsoft Dynamics NAV 2015 fær Lífland nýjustu tækni sem auðvelt er að tengja við frekari auka- og sérkerfi og nær þar með að hámarka núverandi fjárfestingu sína með öðrum Microsoft vörum og þjónustu. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur mun auðveldari en ella hjá Líflandi.