Losnaðu við netbankaflakk með Bankakerfi Rue de Net

Karólína Ösp Pálsdóttir • 17 April 2020

Losnaðu við netbankaflakk með Bankakerfi Rue de Net

Ertu alltaf að flakka fram og til baka úr netbankanum og í bókhaldið? Fer langur tími í að stemma af, greiða reikninga til lánardrottna eða senda kröfur til viðskiptavina þinna úr netbankanum?

Bankakerfi Rue de Net auðveldar þér öll ferli sem viðkoma bankaaðgerðum í Business Central. Þú getur greitt útistandandi reikninga til bæði innlendra og erlendra lánardrottna, stemmt af bankareikninga og sent út viðskiptakröfur til viðskiptamanna þinna á einfaldan og fljótlegan hátt. Með Bankakerfinu átt þú í öruggum samskiptum við þinn banka og uppfyllir kerfið ströngustu öryggisstaðla.

Helstu kostir Bankakerfisins eru

• Netbanki óþarfur
• Tímasparnaður og betri yfirsýn
• Flakk á milli kerfa heyrir sögunni til
• Skráarlaus samskipti við helstu fjármálastofnanir

Business Central í skýinu

Nú getur þú fengið mánaðarlega áskrift að Business Central í skýinu sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Viðskiptakerfið þitt er þá í öruggri hýsingu í kerfisveitu Microsoft og aðgengilegt á öllum helsta tækjabúnaði, óháð stýrikerfi. Notendafjöldi er breytilegur eftir þínum þörfum og einnig eru sjálfvirkar uppfærslur frá Microsoft innifaldar í mánaðargjaldi.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.