Vefverslun Lykillausna komin í loftið

Nú á dögunum tóku Lykillausnir nýja vefverslun í gagnið, en Lykillausnir bjóða upp á hágæða hurða- og gluggabúnað á hagstæðum kjörum. Verslunin er í eigu og rekin af Vélum og Verkfærum.
Vefverslunin byggist í grunninn á nopCommerce og sýnir vöruframboð þitt á einfaldan og skýran hátt. Vefverslunartengill Rue de Net er nýttur í allar tengingar frá Dynamics NAV/Business Central og gerir þér kleift að sýna alltaf réttar birgðatölur auk þess sem það auðveldar alla gagnageymslu, uppsetningu og greiningu, pantanir flæða inn í NAV/Business Central og öllum upplýsingum er viðhaldið þar.
Við óskum Lykillausnum til hamingju með hörku vefverslun og þökkum um leið fyrir samstarfið.