LS Central í skýinu

Er kominn tími til að uppfæra verslunarkerfið?
Viltu ávallt vera í nýjustu útgáfu með verslunarkerfið þitt? Viltu spara tíma og kostnað vegna vélbúnaðar?
LS Central í skýinu er öflugt og sveigjanlegt verslunarkerfi sem er byggt ofan á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Verslunarkerfið er sérstaklega hannað fyrir atvinnugreinar á sviði matvöru, tískuvöru, verslunar- og veitingastaða sem og sérvöru. Verslunarkerfið er í öruggri hýsingu í kerfisveitu hjá Microsoft og notendafjöldi er breytilegur eftir þörfum. Þú greiðir aðeins eitt mánaðargjald og hýsingin er innifalin!
Með því að færa verslunarkerfið þitt í skýið sparar þú tíma og kostnað við uppfærslur í framtíðinni þar sem uppfærslurnar verða sjálfvirkar. Einnig mun uppsetning og rekstur vélbúnaðar og netþjóna heyra sögunni til. Leyfðu okkur að hjálpa þér að ná forskoti og komdu með okkur í skýið.
Helstu kostir LS Central í skýinu eru
- Aukið öryggi
- Minni kostnaður
- Sjálfvirkar uppfærslur
- Aðgengilegt hvaðan sem er
Kynntu þér 9 góðar ástæður fyrir að fara í skýið!
Nú bjóðum viðskiptavinum sem vilja færa sig í skýið upp á frábær tilboð. Hafðu samband og við klárum málið með þér!
The post LS Central í skýinu appeared first on Rue de Net.