Mekka Wines&Spirits í Business Central í skýinu

15 November 2021

Mekka Wines&Spirits og Rue de Net hafa undirritað samstarfssamning vegna innleiðingu á Business Central viðskiptakerfi í skýinu ásamt sérlausnum. Samstarfið innifelur í sér innleiðingu á Business Central og á helstu sérkerfum Rue de Net fyrir Business Central, þar á meðal nýjustu viðbótina við sérlausnir Rue de Net, tollakerfi og vöruhúsakerfi með handtölvulausn frá Edico ásamt vefverslun.

Fyrirtækið Mekka Wines&Spirits var stofnað um vorið 1995 undir nafninu Allied Domecq Spirits&Wines. Fyrirtækið er í dag eitt af stærstu fyrirtækjunum í innflutningi á áfengi á Íslandi og í samstarfi við marga af stærstu og virtustu áfengisframleiðendum heims sem gerir þeim kleift að bjóða upp á frábært vöruúrval af heimsþekkum vörumerkjum sem eru mörg hver markaðsleiðandi á Íslandi.

„Mekka er frábært dæmi um fyrirtæki með framsækna framtíðarsýn þar sem við komum inn, veitum alhliða þjónustu og við vinnum saman að þeirra vegferð í skýið sem gerir þetta að einstaklega spennandi verkefni,” segir Karl Einarsson, þjónustustjóri Rue de Net.

Kerfið nær yfir allan rekstur Mekka Wines&Spirits og hefur það að leiðarljósi að einfalda daglegu vinnu starfsmanna. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur algjörlega sjálfvirkar og stórar uppfærslur heyra sögunni til, sömuleiðis verður samþætting þess við aðrar lausnir mun auðveldari þar ber helst að nefna; tollakerfið, vefverslunina og vöruhúsakerfið með tilbúnum fronti frá Edico.
“Þetta hefur verið lengi á teikniborðinu hjá okkur og því erum við mjög spennt að hefja þessa skýjavegferð með Rue de Net. Við trúum því að árangurinn mun ekki láta á sér standa og við munum uppskera í nánustu framtíð.  ” segir Katrín Jónsdóttir fjármálastjóri Mekka Wines&Spirits.

Rue de Net býður alhliða lausnir fyrir framsækin fyrirtæki á öllum sviðum, þrautreyndar viðskiptakerfi frá Microsoft og LS Retail ásamt sérlausnum

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.