Blog Layout

Verslunarkeðjan Zara

Mar 06, 2023

Verslunarkeðjan Zara (www.zara.com/is) hefur í samvinnu við Rue de Net uppfært sín fjárhags- og upplýsingakerfi í skýjalausn Business Central SaaS og LS Central SaaS. Fyrirtækið nýtir einnig ýmis sérkerfi Rue de Net, s.s. tollakerfi, samþykktarkerfi og samþykktarvef ásamt bankakerfi Rue de Net.


Verslanir Zöru á Íslandi eru hluti af fyrirtækinu Högum og móðurfélagið er sænska samsteypan Inditex. Stærsti hluti verkefnisins var að samþætta gagnastreymi milli íslenska rekstraraðilans og móðurfélagsins.

Samþættingin flytur söluupplýsingar, birgðaupplýsingar, tollagögn og vöruupplýsingar sjálfvirkt milli kerfa Inditex á Spáni og LS Central á Íslandi.


Það gerir kleift að halda íslenskt bókhald, afgreiða íslenskar pantanir úr vefverslun zara.com og sjálfvirknivæða stærsta hlutann af bakvinnslu verslunarinnar.


Share by: