Olís festir kaup á vefverslunarlausn frá Rue de Net Reykjavík

stjori • 22 October 2013

Nýverið festi Olís (Olíuverzlun Íslands) kaup á vefverslunarlausn frá Rue de Net Reykjavík. Um er að ræða uppsetningu á vefverslunartengli sem tengir Microsoft Dynamics NAV kerfi Olís við vefverslun fyrirtækisins og undirfyrirtækja þess eins og Ellingsen og fleiri. Mun Rue de Net Reykjavík sjá um aðlaganir á vefverslunum við fyrirtækin ásamt uppsetningu á gagnagrunni SQL Server Express.

„Það er mikilvægt að geta beintengt Microsoft Dynamics NAV kerfið okkar við vefverslanirnar okkar. Hjá Rue de Net Reykjavík starfar góður hópur af ráðgjöfum og forriturum sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á Microsoft Dynamics NAV og sérkerfum því tengdu. Þess vegna veljum við okkur í góðum höndum með því að velja þá í þetta mikilvæga verkefni sem við teljum vefverslanirnar okkar vera,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Olís.

Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði, sem býður góðar, samkeppnishæfar vörur og rekur sölu- og þjónustukerfi í fremstu röð. Olís selur orkugjafa og aðrar rekstrarvörur, svo sem smurolíur, hreinsivörur og efnavörur svo og almennar neysluvörur til fyrirtækja og einstaklinga. Olís aflar aðfanga með eigin innflutningi og kaupum af innlendum birgjum eftir hagkvæmni hverju sinni. Olís fjárfestir í atvinnustarfsemi á sviðum sem tengjast eða styðja meginstarfsemi félagsins.

Við hjá Rue de Net Reykjavík óskum Olís til hamingju með þessa nýju viðbót í verslunarkerfið þeirra.

Man in suit working on laptop by window overlooking a town and cloudy sky.
by Hákon Logi Bergsson 24 September 2025
Leitaðu með gervigreind - Advanced Tell Me Í nýjustu útgáfunni af Business Central geturðu leitað að síðum, skýrslum og virkni án þess að vita nákvæmlega hvað þær heita. Þú slærð einfaldlega inn það sem þú vilt gera – og gervigreindin hjálpar þér að finna réttu aðgerðina. Þetta er kallað Advanced Tell Me , og það breytir hvernig notendur vinna með kerfið: Þú getur til að mynda skrifað „breyta verði“ eða „senda reikning“ og kerfið finnur viðeigandi síðu eða skýrslu. Þú þarft ekki lengur að muna flókin heiti eða leita handvirkt í valmyndum. Þetta sparar tíma og eykur sjálfstæði notenda. Hvernig virkja ég þetta? Til þess að prófa þessa virkni þarf að fara inn í síðuna Eiginleikastjórnun í BC (e. Feature Management) og kveikja á þessari virkni. Feature: Advanced Tell Me (preview) Frá og með BC28 (2026 Wave 1) verður þessi virkni sjálfkrafa virkjuð fyrir alla notendur, án þess að þurfa að stilla neitt sérstaklega. Af hverju ætti ég að prófa þetta? Einfalt og þægilegt – þú leitar eins og þú hugsar. Sparar tíma – færri skref til að finna það sem þú þarft. Aukið aðgengi – sérstaklega gagnlegt fyrir nýja notendur sem þekkja kerfið ekki vel.
by Þóra Rue de net 7 May 2025
Microsoft er stöðugt að uppfæra og betrumbæta Business Central í skýinu. Viðamiklar uppfærslur eru gerðar tvisvar á ári og innihalda þær margar áhugaverðar og hjálplegar nýjungar. Nýjasta uppfærslan ætti að detta inn á næstu vikum og má því byrja að hlakka til.