Penninn/Eymundsson fær þjónustu frá Rue de Net Reykjavík

stjori • 19 November 2013

Penninn og Rue de Net Reykjavík hafa gert samkomulag er varðar þjónustu á viðskiptahugbúnaði Pennans, um er að ræða Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi þeirra. Mun Rue de Net Reykjavík annast alla þjónustu fyrir Pennann er varðar kerfið.

„Við gerum miklar kröfur þegar kemur að viðskipta- og afgreiðslukerfi fyrir verslanir okkar og skrifstofu. Það er ekki að ástæðulausu að við kusum Rue de Net Reykjavík til að sjá um þjónustuna enda vanir menn á ferð með mikla þjónustulund og rekstrarþekkingu,“ segir Guðrún Eva Jóhannesdóttir, fjármálastjóri Pennans.

Verslanir Pennans og Eymundssonar eru einar af stærstu og rótgrónustu bóka- og rekstrarvöruverslunum landsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en verslanir þeirra eru að finna um land allt.

Við bjóðum Pennann/Eymundsson hjartanlega velkomin í viðskiptamannahópinn.

by Berglind Ósk Einarsdóttir 11 November 2025
Rue de Net styrkir björgunarsveitir og slysavarnardeildir með kaupum á Neyðarkalli 2025
by Berglind Ósk Einarsdóttir 4 November 2025
Við hjá Rue de Net erum stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna: Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 sem er stamstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á traustan og ábyrgan rekstur, stöðugan vöxt og góða afkomu. Aðeins 2,6 % fyrirtækja á Íslandi komast á þennan lista. Þökkum flotta viðurkenningu, staðfesting á frábæru starfi starfsfólks Rue de Net, og tökum henni sem hvatningu til að halda áfram á okkar vegferð.